Gestur greiðir ekki krónu þó að pallaolía hafi hellst í bílinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 17:35 BL situr eftir með sárt ennið eftir að pallaolía helltist niður í bílaleigubíl þeirra. Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. Málavextir eru þeir að Gestur hafði keypt Land Rover Discovery af BL fyrir nokkrum árum en í maí 2020 kom upp bilun í bifreiðinni sem var enn í ábyrgð. Gestur fór þá með bifreiðina í viðgerð hjá BL og fékk sams konar bifreið til afnota á meðan á viðgerð stóð. Undirritaður var leigusamningur og hafði Gestur gjaldfrjáls afnot af bílnum þar til viðgerð lauk í júlí sama ár. Sögðu honum að hafa ekki áhyggjur af bifreiðinni Þann 5. júní ók fyrrverandi eiginkona Gests bifreiðina og nálgaðist vegamót við Akrafjallsveg þegar hún neyddist til að nauðhemla til að forðast árekstur við bifreið sem hafði ekið í veg fyrir hana. Í skotti bifreiðarinnar voru pallaolíudósir sem konan sagðist hafa skorðað. Við það að hún hemlaði fóru tókust pallaolíudósirnar á loft og fóru lok af dósunum við það. Pallaolía helltist niður og olli umtalsverðu tjóni á innra byrði bifreiðarinnar. Konan lagði þá bifreiðinni í vegkanti og reyndi að hreinsa pallaolíuna burt. „Að sögn stefnda hafði hann strax samband við starfsmenn stefnanda og segir þá hafa sagt honum að hafa ekki áhyggjur af [bifreiðinni]; tjónsatvikið félli undir ábyrgðarskilmála kaskótryggingar. Í framhaldi skilaði stefndi [bifreiðinni] til stefnanda, fékk sama dag aðra bifreið til afnota og segist þá enn hafa verið fullvissaður um að tjónsatvikið væri tryggingamál,“ segir í dómnum. Tjón við flutning á farmi og því ekki fallist á tryggingu Í lok ágúst 2020 sendi starfsmaður BL Sjóvá skýrslu vegna bílaleigubílsins og tjón áætlað 4.078.829 krónur og hún sögð í kaskó tjónaflokki. Sjóva samþykkti ekki að dekka tjónið og hafnaði bótaskyldu alfarið í málinu. Samkvæmt ökutækjaskrá var bifreiðin skráð eign Lykils fjármögnunar hf. en bifreiðin í skráðum umráðum stefnanda og hún vátryggð hjá Sjóvá. Um tryggingaskilmála segir í leigusamningi: „Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri upphæð sem íslensk lög kveða á um hverju sinni svo og lögboðin sjálfsábyrgð. Verði tjón á bifreiðinni er leigutaki að fullu ábyrgur fyrir því. Leigutaki er tryggður gegn greiðsluábyrgð slíkra tjóna með kaskótryggingu (CDW) þó þannig að sjálfskuldarábyrgð vegna tjóna, sem tryggingin nær til, er kr. 154.000 fyrir alla flokka. Eða hann getur keypt sér Superkaskótrygging kostar kr. 1.500 pr. dag.“ 4. mars 2022 sendi BL 3.831.747 króna reikning vegna viðgerðar á bifreiðinni. Gestur hafnaði þá greiðsluskyldu. Deildarstjóri verkstæðismóttöku og bílaleigu BL sagði þá að umrætt atvik hafi fallið fyrir utan skilmála kaskótryggingu Sjóvá þar sem tjón hafi orðið við flutning á farmi. Sjóvá taldi frásögn eiginkonunnar ekki nægja svo að um umferðaróhapp væri að ræða. Ekki sýnt fram á saknæma háttsemi Málið var í kjölfarið tekið fyrir sem hefðbundið innheimtumál hjá dómstólum. Héraðsdómur Reykjaness leit til þess í niðurstöðu sinni að í stefnu á hendur Gests voru ekki tilgreind ákvæði leigusamnings né meðfylgjandi trygginga- og leiguskilmála sem Gestur átti að hafa brotið gegn. BL byggði bótarétt á samningsábyrgð eða meintum vanefndum Gests á bílaleigusamning og er þá skilyrði fyrir stofnun bótaréttar að fyrir hendi sé saknæm háttsemi hjá þeim sem tjóni veldur. Var ekki litið svo á að BL hefði sýnt fram á að um saknæma háttsemi hafi verið að ræða. Jafnframt var tekið fram að Gestur væri aðeins skuldbundinn af því sem kom fram í leigusamning þeim sem hann gerði við BL en þar kom ekki fram hvaða vátryggingafélag væri á baki téðri kaskótryggingu og gat því Gestur hvorki vitað né mátt vita við undirritun samningsins að umræddur fyrirvari væri á greiðsluábyrgð. Héraðsdómur tók fram að BL hafi verið í lófa lagið að tilgreina Sjóvá í samningnum og talið að bílaumboðið þyrfti að bera hallann af þessum og öðrum óskýrleika í samningsskilmálum. „Getur sakarábyrgð stefnda ekki grundvallast á því að hafa ekki grafist fyrir um heiti tryggingafélagsins og kynnt sér skilmála þess.“ Var Gestur því sýknaður af kröfum BL og BL gert að greiða Gesti 1,5 milljónir í málskostnað. Bílar Dómsmál Neytendur Tryggingar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Málavextir eru þeir að Gestur hafði keypt Land Rover Discovery af BL fyrir nokkrum árum en í maí 2020 kom upp bilun í bifreiðinni sem var enn í ábyrgð. Gestur fór þá með bifreiðina í viðgerð hjá BL og fékk sams konar bifreið til afnota á meðan á viðgerð stóð. Undirritaður var leigusamningur og hafði Gestur gjaldfrjáls afnot af bílnum þar til viðgerð lauk í júlí sama ár. Sögðu honum að hafa ekki áhyggjur af bifreiðinni Þann 5. júní ók fyrrverandi eiginkona Gests bifreiðina og nálgaðist vegamót við Akrafjallsveg þegar hún neyddist til að nauðhemla til að forðast árekstur við bifreið sem hafði ekið í veg fyrir hana. Í skotti bifreiðarinnar voru pallaolíudósir sem konan sagðist hafa skorðað. Við það að hún hemlaði fóru tókust pallaolíudósirnar á loft og fóru lok af dósunum við það. Pallaolía helltist niður og olli umtalsverðu tjóni á innra byrði bifreiðarinnar. Konan lagði þá bifreiðinni í vegkanti og reyndi að hreinsa pallaolíuna burt. „Að sögn stefnda hafði hann strax samband við starfsmenn stefnanda og segir þá hafa sagt honum að hafa ekki áhyggjur af [bifreiðinni]; tjónsatvikið félli undir ábyrgðarskilmála kaskótryggingar. Í framhaldi skilaði stefndi [bifreiðinni] til stefnanda, fékk sama dag aðra bifreið til afnota og segist þá enn hafa verið fullvissaður um að tjónsatvikið væri tryggingamál,“ segir í dómnum. Tjón við flutning á farmi og því ekki fallist á tryggingu Í lok ágúst 2020 sendi starfsmaður BL Sjóvá skýrslu vegna bílaleigubílsins og tjón áætlað 4.078.829 krónur og hún sögð í kaskó tjónaflokki. Sjóva samþykkti ekki að dekka tjónið og hafnaði bótaskyldu alfarið í málinu. Samkvæmt ökutækjaskrá var bifreiðin skráð eign Lykils fjármögnunar hf. en bifreiðin í skráðum umráðum stefnanda og hún vátryggð hjá Sjóvá. Um tryggingaskilmála segir í leigusamningi: „Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri upphæð sem íslensk lög kveða á um hverju sinni svo og lögboðin sjálfsábyrgð. Verði tjón á bifreiðinni er leigutaki að fullu ábyrgur fyrir því. Leigutaki er tryggður gegn greiðsluábyrgð slíkra tjóna með kaskótryggingu (CDW) þó þannig að sjálfskuldarábyrgð vegna tjóna, sem tryggingin nær til, er kr. 154.000 fyrir alla flokka. Eða hann getur keypt sér Superkaskótrygging kostar kr. 1.500 pr. dag.“ 4. mars 2022 sendi BL 3.831.747 króna reikning vegna viðgerðar á bifreiðinni. Gestur hafnaði þá greiðsluskyldu. Deildarstjóri verkstæðismóttöku og bílaleigu BL sagði þá að umrætt atvik hafi fallið fyrir utan skilmála kaskótryggingu Sjóvá þar sem tjón hafi orðið við flutning á farmi. Sjóvá taldi frásögn eiginkonunnar ekki nægja svo að um umferðaróhapp væri að ræða. Ekki sýnt fram á saknæma háttsemi Málið var í kjölfarið tekið fyrir sem hefðbundið innheimtumál hjá dómstólum. Héraðsdómur Reykjaness leit til þess í niðurstöðu sinni að í stefnu á hendur Gests voru ekki tilgreind ákvæði leigusamnings né meðfylgjandi trygginga- og leiguskilmála sem Gestur átti að hafa brotið gegn. BL byggði bótarétt á samningsábyrgð eða meintum vanefndum Gests á bílaleigusamning og er þá skilyrði fyrir stofnun bótaréttar að fyrir hendi sé saknæm háttsemi hjá þeim sem tjóni veldur. Var ekki litið svo á að BL hefði sýnt fram á að um saknæma háttsemi hafi verið að ræða. Jafnframt var tekið fram að Gestur væri aðeins skuldbundinn af því sem kom fram í leigusamning þeim sem hann gerði við BL en þar kom ekki fram hvaða vátryggingafélag væri á baki téðri kaskótryggingu og gat því Gestur hvorki vitað né mátt vita við undirritun samningsins að umræddur fyrirvari væri á greiðsluábyrgð. Héraðsdómur tók fram að BL hafi verið í lófa lagið að tilgreina Sjóvá í samningnum og talið að bílaumboðið þyrfti að bera hallann af þessum og öðrum óskýrleika í samningsskilmálum. „Getur sakarábyrgð stefnda ekki grundvallast á því að hafa ekki grafist fyrir um heiti tryggingafélagsins og kynnt sér skilmála þess.“ Var Gestur því sýknaður af kröfum BL og BL gert að greiða Gesti 1,5 milljónir í málskostnað.
Bílar Dómsmál Neytendur Tryggingar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira