Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Samúel Karl Ólason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. október 2024 16:43 Skotflaugum og braki úr þeim hefur rignt yfir Ísrael. AP Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísrael Hernaður Íran Tengdar fréttir Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10 Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10
Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40