Brest vann Sturm Graz 2-1 í fyrstu umferð nýs fyrirkomulags Meistaradeildarinnar. Í dag sótti liðið Salzburg heim til Austurríkis og vann gríðarlega sannfærandi 4-0 sigur. Abdallah Sima kom gestunum yfir um miðbik fyrri hálfleiks en það var í síðari hálfleik sem Brest tóku yfir leikinn.
⌚️45' | C'est reparti ici en Autriche ! Encore 45 minutes pour tenir le score, allez les gars 🔴⚪️#SALSB29 0️⃣-1️⃣ pic.twitter.com/M9awvd2xFr
— Stade Brestois 29 (@SB29) October 1, 2024
Á 66. mínútu tvöfaldaði Mahdi Camara forystuna og fimm mínútum síðar bætti Sima við öðru marki sínu og þriðja marki Brest. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerði Mathias Pereira Lage endanlega út um leikinn.
Lokatölur 0-4 og Brest komið á topp Meistaradeildarinnar með sex stig að loknum tveimur leikjum.
A sensational win for Brest 🔥#UCL pic.twitter.com/0eUOQ7Ce2M
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 1, 2024
Í Þýskalandi kom Enzo Millot heimamönnum í Stuttgart yfir strax á 7. mínútu en Kaan Kairinen jafnaði metin fyrir gestina þegar rúmur hálftími var liðinn. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur í Stuttgart 1-1.
⚖️ Stuttgart and Sparta Praha share the points 🤝#UCL pic.twitter.com/hVi77PMib0
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 1, 2024
Sparta Prag nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en Stuttgart aðeins eitt.