Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 20:12 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðsend „Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“ Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira