Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson, Kári Allansson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifa 2. október 2024 11:00 Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun