Skiltið skuli fjarlægt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Skilti hefur verið á staðnum um hríð en stafrænt skilti nýtur ekki náð fyrir augum bæjaryfirvalda. Vísir/Vilhelm Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira