Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. október 2024 07:30 Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins. Vert er að hafa í huga að meginstefna Viðreisnar, og í raun eina stefnumál flokksins sem allt annað tekur mið af, er innganga Íslands í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er markmiðið að komast til valda einungis til þess að koma stjórn landsins úr landi í hendur einstaklinga sem íslenzkir kjósendur hefðu í raun ekkert yfir að segja en þó í flestum tilfellum einstaklinga sem hafa yfir höfuð ekkert lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Fram kom einnig í máli Þorgerðar á landsfundi Viðreisnar nýverið að flokkurinn leggði áherzlu á frjálsan markað, sterkt efnahagskerfi í opnu alþjóðlegu samfélagi og að draga úr umfangi stjórnsýslunnar. Hins vegar vill Viðreisn á sama tíma að Ísland gangi í gamaldags tollabandalag sem stendur efnahagslega vægast sagt höllum fæti og sem þýddi að stórauka þyrfti umfang hins opinbera hér á landi. Samkvæmt gögnum þess sjálfs. Fimm prósent af alþingismanni Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur á vettvangi sambandsins. Einróma samþykki ríkjanna sem eitt sinn var reglan í þeim efnum heyrir nú nánast til undantekninga og hægt að telja þau mál nánast á fingum annarrar handar. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði til að mynda vægi landsins á þingi þess 0,8% eða eins og að hafa einungis hálfan þingmann á Alþingi. Vægið yrði margfalt minna í ráðherraráði sambandsins,, sem gjarnan er álitið valdamesta stofnun þess, eða allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þar á meðal þegar rætt væri um til dæmis sjávarútvegsmál og orkumál. Þetta er svokallað „sæti við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda með öllu óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hliðstætt á til dæmis við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur aðeins þingflokksins sem hann tilheyrir í þinginu. Kemur ekki endilega á óvart Fólkið sem Viðreisn vill að taki við stjórn Íslands er sama fólkið og til dæmis gerði ófá ríki Evrópusambandið háð rússneskri orku og hunzaði ítrekuð varnaðarorð sem leitt hefur til mikilla efnahagserfiðleika innan þess. Ekki sízt í öflugasta hagkerfinu, Þýzkalandi. Sama fólkið og ber ábyrgð á viðvarandi efnahagsstöðnun innan sambandsins sem lýst hefur sér meðal annars í lágum vöxtum í því skyni að reyna að örva efnahagslífið. Til þess að fræðast um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins, og einkum og sér í lagi innan evrusvæðisins, er ágæt byrjun að kynna sér tvær nýlegar skýrslur sem unnar voru fyrir sambandið. Annars vegar af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra þess, og hins vegar Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Fátt ef eitthvað er til marks um það að forystumenn Viðreisnar hafi kynnt sér þær. Hins vegar kemur jú ekki endilega á óvart að Viðreisn treysti sér ekki til þess að stjórna landinu og hafi fyrir vikið þá stefnu að komast í ríkisstjórn til þess fyrst og fremst að koma völdunum yfir íslenzkum málum í hendur Evrópusambandsins. Ekki þarf annað en að horfa til þess hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur með Viðreisn innanborðs hefur til að mynda haldið á fjármálum borgarinnar undanfarin ár. Minntist ekki á ESB og evruna Fróðlegt var annars að lesa grein sem Þorgerðar ritaði á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem hún sagði Viðreisn tilbúna í kosningabaráttuna og reifaði áherzlur flokksins. Hins vegar minntist hún hvorki á Evrópusambandið né evruna. Mögulega hefur hún loks áttað sig á þeim veruleika að málið er ekki beinlínis ávísun á fleiri atkvæði. Fylgi Samfylkingarinnar stórjókst sem kunnugt er meðal annars eftir að málið var lagt til hliðar. Hitt er svo annað mál að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorgerður sópar Evrópusambandinu undir teppið þegar það hefur hentað. Einungis fáum dögum eftir þingkosningarnar 2017 lýsti hún því þannig yfir að Viðreisn væri reiðubúin að falla frá áherzlu sinni á sambandið ef það gæti orðið til þess að flokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Vafalaust hefur Þorgerður metið það sem svo að um pólitískan ómöguleika væri að ræða. Með öðrum orðum er veruleikinn sá að hvorki andstæðingar né stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið geta þannig treyst Viðreisn fyrir atkvæði sínu í þeim efnum. Þá er sem fyrr segir deginum ljósara að ekki er hægt að treysta flokknum til þess að fara með stjórn landsins. Bæði í ljósi reynslunnar í Reykjavík og ekki síður þeirrar staðreyndar að forystumenn hans treysta ljóslega ekki einu sinni sjálfum sér til þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins. Vert er að hafa í huga að meginstefna Viðreisnar, og í raun eina stefnumál flokksins sem allt annað tekur mið af, er innganga Íslands í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er markmiðið að komast til valda einungis til þess að koma stjórn landsins úr landi í hendur einstaklinga sem íslenzkir kjósendur hefðu í raun ekkert yfir að segja en þó í flestum tilfellum einstaklinga sem hafa yfir höfuð ekkert lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Fram kom einnig í máli Þorgerðar á landsfundi Viðreisnar nýverið að flokkurinn leggði áherzlu á frjálsan markað, sterkt efnahagskerfi í opnu alþjóðlegu samfélagi og að draga úr umfangi stjórnsýslunnar. Hins vegar vill Viðreisn á sama tíma að Ísland gangi í gamaldags tollabandalag sem stendur efnahagslega vægast sagt höllum fæti og sem þýddi að stórauka þyrfti umfang hins opinbera hér á landi. Samkvæmt gögnum þess sjálfs. Fimm prósent af alþingismanni Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur á vettvangi sambandsins. Einróma samþykki ríkjanna sem eitt sinn var reglan í þeim efnum heyrir nú nánast til undantekninga og hægt að telja þau mál nánast á fingum annarrar handar. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði til að mynda vægi landsins á þingi þess 0,8% eða eins og að hafa einungis hálfan þingmann á Alþingi. Vægið yrði margfalt minna í ráðherraráði sambandsins,, sem gjarnan er álitið valdamesta stofnun þess, eða allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þar á meðal þegar rætt væri um til dæmis sjávarútvegsmál og orkumál. Þetta er svokallað „sæti við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda með öllu óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hliðstætt á til dæmis við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur aðeins þingflokksins sem hann tilheyrir í þinginu. Kemur ekki endilega á óvart Fólkið sem Viðreisn vill að taki við stjórn Íslands er sama fólkið og til dæmis gerði ófá ríki Evrópusambandið háð rússneskri orku og hunzaði ítrekuð varnaðarorð sem leitt hefur til mikilla efnahagserfiðleika innan þess. Ekki sízt í öflugasta hagkerfinu, Þýzkalandi. Sama fólkið og ber ábyrgð á viðvarandi efnahagsstöðnun innan sambandsins sem lýst hefur sér meðal annars í lágum vöxtum í því skyni að reyna að örva efnahagslífið. Til þess að fræðast um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins, og einkum og sér í lagi innan evrusvæðisins, er ágæt byrjun að kynna sér tvær nýlegar skýrslur sem unnar voru fyrir sambandið. Annars vegar af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra þess, og hins vegar Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Fátt ef eitthvað er til marks um það að forystumenn Viðreisnar hafi kynnt sér þær. Hins vegar kemur jú ekki endilega á óvart að Viðreisn treysti sér ekki til þess að stjórna landinu og hafi fyrir vikið þá stefnu að komast í ríkisstjórn til þess fyrst og fremst að koma völdunum yfir íslenzkum málum í hendur Evrópusambandsins. Ekki þarf annað en að horfa til þess hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur með Viðreisn innanborðs hefur til að mynda haldið á fjármálum borgarinnar undanfarin ár. Minntist ekki á ESB og evruna Fróðlegt var annars að lesa grein sem Þorgerðar ritaði á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem hún sagði Viðreisn tilbúna í kosningabaráttuna og reifaði áherzlur flokksins. Hins vegar minntist hún hvorki á Evrópusambandið né evruna. Mögulega hefur hún loks áttað sig á þeim veruleika að málið er ekki beinlínis ávísun á fleiri atkvæði. Fylgi Samfylkingarinnar stórjókst sem kunnugt er meðal annars eftir að málið var lagt til hliðar. Hitt er svo annað mál að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorgerður sópar Evrópusambandinu undir teppið þegar það hefur hentað. Einungis fáum dögum eftir þingkosningarnar 2017 lýsti hún því þannig yfir að Viðreisn væri reiðubúin að falla frá áherzlu sinni á sambandið ef það gæti orðið til þess að flokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Vafalaust hefur Þorgerður metið það sem svo að um pólitískan ómöguleika væri að ræða. Með öðrum orðum er veruleikinn sá að hvorki andstæðingar né stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið geta þannig treyst Viðreisn fyrir atkvæði sínu í þeim efnum. Þá er sem fyrr segir deginum ljósara að ekki er hægt að treysta flokknum til þess að fara með stjórn landsins. Bæði í ljósi reynslunnar í Reykjavík og ekki síður þeirrar staðreyndar að forystumenn hans treysta ljóslega ekki einu sinni sjálfum sér til þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun