Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 18:47 Antoni Milambo var eini leikmaður Feyenoord sem komst á blað þó liðið hafi skorað þrisvar. Xavi Bonilla/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn