„Ennisbandið var slegið af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2024 21:59 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. „Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
„Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira