Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar 4. október 2024 11:16 Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Samgöngur Ölfus Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun