Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 10:07 Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Nichols við hlið RowVaughn Wells, móður hans, og Rodney Wells, tengdaföður. AP/George Walker IV Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira