Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar 4. október 2024 14:31 Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Ísafjarðarbær Jarðhiti Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun