„Meira að segja í bikarúrslitunum, vorum ekki upp á okkar besta en spiluðum vel á köflum. Fyrir utan það höfum við spilað mjög vel,“ bætti Nik við.
Breiðablik er stigi ofar en Valur í töflunni og dugar því jafntefli. Nik segir Blikakonur þó ekki mæta á Hlíðarenda til að sækja stigið.
„Við höfum ekki talað um það. Við komum hingað til að ná í þrjú stig því það er það sem við viljum og ætlum að gera. Við ætlum ekki að breyta neinu varðandi uppstillingu eða hvernig við spilum,“
„Við ætlum ekki að leggjast í vörn og spila Arteta- eða Mourinho-bolta. Við viljum vinna og munum gera það með okkar hætti, taka boltann niður, spila og sækja með frelsi,“ segir Nik.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.