„Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2024 11:31 Elísa Viðarsdóttir eftir bikarúrslitaleikinn þar sem Valur vann Breiðablik, 2-1. vísir/anton Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er brött fyrir úrslitaleikinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna. Hún vonast til að reynsla Valskvenna komi í góðar þarfir og að þær ætli sér að sækja titilinn fjórða árið í röð. „Mér líður bara ótrúlega vel. Það er geðveikt að vera í þessari stöðu og mikil forréttindi. Við æfum allan veturinn til að komast í þessa leiki. Við verðum betri íþróttamenn á að stíga inn í svona leiki og takast á við þær áskoranir sem því fylgja,“ sagði Elísa í samtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund á Hlíðarenda í aðdraganda úrslitaleiksins. „Maður þráir að fá að kljást í svona aðstæðum. Það er mikið undir og maður snertir dýpstu dali og hæstu hæðir þegar aðstæður eru svona.“ Þurfum að taka stjórn á tilfinningunum Elísa segir að leikmenn geti farið nokkrar ferðir í tilfinningarússíbananum fyrir leiki sem þessa. „Það getur verið það. En það er rosalega mikilvægt að geta tekið stjórn á tilfinningunum og það er það sem við reynum að gera í aðdraganda leiks. Við sem erum eldri og reyndari reynum að aðstoða yngri og óreyndari leikmenn við að kljást við þessar tilfinningar,“ sagði Elísa. „Við erum með ágætis hóp sem getur tekið utan um hver aðra og við hjálpum hverri annarri í gegnum dagana núna. Það verður tekist á á æfingum og þá gleymir maður öllu og svo er bara kominn laugardagur.“ Klippa: Viðtal við Elísu Þetta verður í fjórða sinn sem Valur og Breiðablik mætast í sumar. Úrslitin í fyrstu þremur leikjunum réðust á einu marki og Elísa á von á enn einum hörkuleiknum í dag. „Ég býst við því sama. Þessir leikir eru oft áþekkjanlegir. Við erum ekkert að spá í það hvað þær eru að gera. Við reynum bara að vera betri leik frá leik. Við spiluðum við Víking á laugardaginn og erum að reyna að bæta okkur eftir þann leik. Þannig gengur þetta viku frá viku, þetta fótboltalíf. Við búmst við hörkuleik,“ sagði Elísa. Búnar að búa til stærsta leik ársins Valur þarf að vinna leikinn í dag til að verða Íslandsmeistari á meðan Breiðabliki nægir jafntefli. Elísa segir að Valskonur ætli að nýta sér það í dag. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig finnst mér yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum og geta keyrt svolítið á þetta í staðinn fyrir að vera að passa eitthvað, ef eitthvað er að passa. Fara upp á tærnar og keyra á Blikaliðið. Það er það sem skiptir mestu máli fyrir okkur,“ sagði Elísa sem hvetur fólk til að mæta á völlinn í dag. „Við erum búnar að búa til stærsta leik ársins og það er ekki nokkur leið að einhver sé að fara að missa af þessu.“ Viðtalið við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Sem kunnugt er mætast Valur og Breiðablik í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Þótt þessi lið hafi ekki áður mæst í úrslitaleik sem þessum voru þau bæði í baráttunni um titilinn í eftirminnilegri lokaumferð 1991. Fyrir hana gátu fjögur lið orðið meistarar og þau mættust öll innbyrðis. 5. október 2024 10:00 Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn „Fullur sjálfstrausts, við höfum spilað mjög vel síðan í byrjun ágúst,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fyrir lokaleik tímabilsins sem sker úr um hvort Blikar eða Valur verði Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2024. 5. október 2024 09:01 Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. 5. október 2024 07:03 „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. 4. október 2024 22:47 Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. 4. október 2024 11:36 Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
„Mér líður bara ótrúlega vel. Það er geðveikt að vera í þessari stöðu og mikil forréttindi. Við æfum allan veturinn til að komast í þessa leiki. Við verðum betri íþróttamenn á að stíga inn í svona leiki og takast á við þær áskoranir sem því fylgja,“ sagði Elísa í samtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund á Hlíðarenda í aðdraganda úrslitaleiksins. „Maður þráir að fá að kljást í svona aðstæðum. Það er mikið undir og maður snertir dýpstu dali og hæstu hæðir þegar aðstæður eru svona.“ Þurfum að taka stjórn á tilfinningunum Elísa segir að leikmenn geti farið nokkrar ferðir í tilfinningarússíbananum fyrir leiki sem þessa. „Það getur verið það. En það er rosalega mikilvægt að geta tekið stjórn á tilfinningunum og það er það sem við reynum að gera í aðdraganda leiks. Við sem erum eldri og reyndari reynum að aðstoða yngri og óreyndari leikmenn við að kljást við þessar tilfinningar,“ sagði Elísa. „Við erum með ágætis hóp sem getur tekið utan um hver aðra og við hjálpum hverri annarri í gegnum dagana núna. Það verður tekist á á æfingum og þá gleymir maður öllu og svo er bara kominn laugardagur.“ Klippa: Viðtal við Elísu Þetta verður í fjórða sinn sem Valur og Breiðablik mætast í sumar. Úrslitin í fyrstu þremur leikjunum réðust á einu marki og Elísa á von á enn einum hörkuleiknum í dag. „Ég býst við því sama. Þessir leikir eru oft áþekkjanlegir. Við erum ekkert að spá í það hvað þær eru að gera. Við reynum bara að vera betri leik frá leik. Við spiluðum við Víking á laugardaginn og erum að reyna að bæta okkur eftir þann leik. Þannig gengur þetta viku frá viku, þetta fótboltalíf. Við búmst við hörkuleik,“ sagði Elísa. Búnar að búa til stærsta leik ársins Valur þarf að vinna leikinn í dag til að verða Íslandsmeistari á meðan Breiðabliki nægir jafntefli. Elísa segir að Valskonur ætli að nýta sér það í dag. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig finnst mér yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum og geta keyrt svolítið á þetta í staðinn fyrir að vera að passa eitthvað, ef eitthvað er að passa. Fara upp á tærnar og keyra á Blikaliðið. Það er það sem skiptir mestu máli fyrir okkur,“ sagði Elísa sem hvetur fólk til að mæta á völlinn í dag. „Við erum búnar að búa til stærsta leik ársins og það er ekki nokkur leið að einhver sé að fara að missa af þessu.“ Viðtalið við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Sem kunnugt er mætast Valur og Breiðablik í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Þótt þessi lið hafi ekki áður mæst í úrslitaleik sem þessum voru þau bæði í baráttunni um titilinn í eftirminnilegri lokaumferð 1991. Fyrir hana gátu fjögur lið orðið meistarar og þau mættust öll innbyrðis. 5. október 2024 10:00 Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn „Fullur sjálfstrausts, við höfum spilað mjög vel síðan í byrjun ágúst,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fyrir lokaleik tímabilsins sem sker úr um hvort Blikar eða Valur verði Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2024. 5. október 2024 09:01 Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. 5. október 2024 07:03 „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. 4. október 2024 22:47 Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. 4. október 2024 11:36 Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Sem kunnugt er mætast Valur og Breiðablik í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Þótt þessi lið hafi ekki áður mæst í úrslitaleik sem þessum voru þau bæði í baráttunni um titilinn í eftirminnilegri lokaumferð 1991. Fyrir hana gátu fjögur lið orðið meistarar og þau mættust öll innbyrðis. 5. október 2024 10:00
Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn „Fullur sjálfstrausts, við höfum spilað mjög vel síðan í byrjun ágúst,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fyrir lokaleik tímabilsins sem sker úr um hvort Blikar eða Valur verði Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2024. 5. október 2024 09:01
Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. 5. október 2024 07:03
„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. 4. október 2024 22:47
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31
Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33
Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. 4. október 2024 11:36
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31