Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla um verkefni dagsins.
„Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglu var tilkynnt um annað umferðarslys í Hlíðunum þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki. Ökumaður annars bílsins reyndist undir áhrifum áfengis og var vistaður í fangageymslu. Þá var annar bíllinn flutt á brott með dráttarbifreið.
Þriggja bíla árekstur, aftanákeyrsla og líkamsárás
Einnig barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í miðborginni þar sem einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Við leit á viðkomandi fundust „meint fíkniefni og piparúði,“ segir í tilkynningunni.
Ökumaður var stöðvaður í miðbæ Hafnarfjarðar vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði ekið aftan á aðra bifreið og var með röng skráningarnúmer á bíl sínum. Viðkomandi var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Þá segir að Í Árbænum hafi átt sér stað árekstur þriggja bíla þar sem einn þeirra valt. Sjö voru fluttir á bráðamóttöku með sjúkrabíl en ekki er vitað um meiðsli fólksins.