Óðinn Þór skoraði sex mörk í fjögurra marka sigri sinna manna á Kreuzlingen, lokatölur 30-26. Kadetten er í 1. sæti efstu deildar í Sviss með 16 stig eftir níu leiki.
Í Noregi tapaði Íslendingalið Kolstad fyrir Elverum í toppslag efstu deildar Noregs, lokatölur 30-28. Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leikinn en eftir tapið er Kolstad í 2. sæti með tveimur stigum minna en Elverum.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk.
Þá átti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir góðan leik þegar Kristianstad frá Svíþjóð lagði Westfriesland í 1. umferð Evrópubikarsins, lokatölur 32:23.
Jóhanna Margrét skoraði fimm mörk í leiknum og átti sinn þátt í að Kristianstad er í góðum málum fyrir síðari leik liðanna að viku liðinni.