Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2024 07:47 Atlanta-áhöfnin fylgist með árás ljónanna í Nairobi-þjóðgarðinum. Frá vinstri Þorsteinn Steindórsson, Telma Rut Frímannsdóttir, Ásrún Jóhannesdóttir og Róbert Kristmundsson. Egill Aðalsteinsson Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fylgjum við áhöfn Boeing 747-fraktþotu Atlanta í fjögurra sólarhringa leiðangri. Flogið er með lyfjafarm frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Þaðan er flugvélinni flogið yfir til Nairobi í Kenýa þar sem áhöfnin þarf að taka sér hvíld áður en hún flýgur áfram með blómafarm til Evrópu. Hér er tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Við komum inn í þáttinn þar sem flugmennirnir eru að nálgast miðbaug og þurfa að mæta þeirri áskorun að varasamir skýjabólstrar yfir Afríku ná upp í flughæð vélarinnar. Þeir vilja forðast þessa tegund skýja og óska því eftir heimild flugstjórnar til að beygja frá þeim. Í aðfluginu að flugvellinum í Nairobi vex spennan eftir því sem flugbrautin nálgast. Hún liggur í 1.600 metra hæð og loftið því mun þynnra en við sjávarmál. Þar þurfa flugmennirnir auk þess að taka tillit til mikils hitauppstreymis frá jörðinni. Boeing 747-júmbóþotan að lenda á flugvellinum í Nairobi. Flugmaðurinn Þorsteinn Steindórsson til hægri annast lendinguna.Egill Aðalsteinsson Flugmennirnir skila flugvélinni í höfn, framundan er langþráð hvíld á hóteli. Hvað gera svo flugáhafnir í stoppi? Ef þú ert í Kenýa, þá er einn möguleikinn að skoða villta náttúru. Flugstjórinn Róbert Kristmundsson og flugvirkinn Björn Þór Bjarnason komnir úr ræktinni. Frá sundlaug flugvallarhótelsins sér yfir þjóðgarðinn fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson Það er þó byrjað á slökun í sundlaug áhafnahótelsins en þaðan sér yfir Nairobi-þjóðgarðinn. Þegar við skimum eftir dýrum komum við brátt auga á zebrahesta. Okkur finnst það nánast fáránlegt að geta horft á villidýr Afríku úr sundlaug flugvallarhótels. Áhöfn Air Atlanta ásamt Stöðvar 2-mönnum í safarí-ferðinni. Frá vinstri: Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, Þorsteinn Steindórsson flugmaður, Ásrún Jóhannesdóttir, aðgerðastjóri á flugrekstrarsviði, Telma Rut Frímannsdóttir flugmaður, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson fréttamaður.Stöð 2 Við Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður sláumst í för með áhöfninni í safari-ferð inn í þjóðgarðinn. Á aðeins þremur klukkustundum sjáum við nánast alla fánu helstu dýra Afríku. Hér eru vísundar og gnýir, antilópur, apar og framandi fuglategundir, meira að segja strútar. Við komumst í návígi við gíraffa og nashyrninga og sjáum flóðhesta. Vísundur í vegkantinum. Það er sennilega ekki þægilegt að láta þennan stanga sig.kmu En hápunkturinn eru ljónin, sem komin eru í veiðihug og farin að huga að næstu máltíð. Þau eru búin sjá að hjörð gnýja og brátt sjáum við þau ráðast til atlögu að einu dýranna. Bílstjórinn okkar gerist svo djarfur að aka alveg upp að og þar sjáum við ljónið úr örfárra metra fjarlægð murka lífið úr dýrinu. Horft á ljónið úr nokkurra metra fjarlægð. Það bítur dýrið á hálsinn og lokar þannig fyrir öndunarveg þess.Egill Aðalsteinsson En sömu ljón sjá hjörð vísunda nálgast. Þau eru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur ráðast á einn, og ná fljótlega að snúa hann niður og drepa. Þau voru samt ekki búin að drepa hitt dýrið en annað ljónið snýr sér svo aftur að því verki. Atlanta-áhöfnin sér þarna á fáum mínútum ljónin ráðast á og drepa tvö dýr. Ljónin ráðast á gný og snúa hann niður. Fjær sést í byggðina í Nairobi. Gnýr er af tegund antilópa og kallast wildebeest á ensku.Egill Aðalsteinsson „Tignarleg sjón þarna, að sjá ljónin vera á veiðum. Þetta var nú bara rétt handan við hornið á hótelinu. Við sáum nú bara inn í þennan þjóðgarð af ræktinni á hótelinu,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi,“ sagði Telma Rut. „Ég hef bara aldrei séð áður ljón svona í skóginum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Róbert. Styttri tveggja mínútna útgáfa af árásum ljónanna, sem sýnd var í fréttum Stöðvar 2, er hér: Fimmti þáttur Flugþjóðarinnar, um Afríkuhring Atlanta-þotunnar, verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag 6. október, klukkan 16:55. Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar annaðkvöld, mánudagskvöld 7. október, nefnist Fólkið í fluginu og er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:15. Þá rýnum við í flugáhugann á Íslandi, hittum fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Air Atlanta Fréttir af flugi Kenía Suður-Afríka Dýr Boeing Ferðalög Tengdar fréttir Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fylgjum við áhöfn Boeing 747-fraktþotu Atlanta í fjögurra sólarhringa leiðangri. Flogið er með lyfjafarm frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Þaðan er flugvélinni flogið yfir til Nairobi í Kenýa þar sem áhöfnin þarf að taka sér hvíld áður en hún flýgur áfram með blómafarm til Evrópu. Hér er tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Við komum inn í þáttinn þar sem flugmennirnir eru að nálgast miðbaug og þurfa að mæta þeirri áskorun að varasamir skýjabólstrar yfir Afríku ná upp í flughæð vélarinnar. Þeir vilja forðast þessa tegund skýja og óska því eftir heimild flugstjórnar til að beygja frá þeim. Í aðfluginu að flugvellinum í Nairobi vex spennan eftir því sem flugbrautin nálgast. Hún liggur í 1.600 metra hæð og loftið því mun þynnra en við sjávarmál. Þar þurfa flugmennirnir auk þess að taka tillit til mikils hitauppstreymis frá jörðinni. Boeing 747-júmbóþotan að lenda á flugvellinum í Nairobi. Flugmaðurinn Þorsteinn Steindórsson til hægri annast lendinguna.Egill Aðalsteinsson Flugmennirnir skila flugvélinni í höfn, framundan er langþráð hvíld á hóteli. Hvað gera svo flugáhafnir í stoppi? Ef þú ert í Kenýa, þá er einn möguleikinn að skoða villta náttúru. Flugstjórinn Róbert Kristmundsson og flugvirkinn Björn Þór Bjarnason komnir úr ræktinni. Frá sundlaug flugvallarhótelsins sér yfir þjóðgarðinn fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson Það er þó byrjað á slökun í sundlaug áhafnahótelsins en þaðan sér yfir Nairobi-þjóðgarðinn. Þegar við skimum eftir dýrum komum við brátt auga á zebrahesta. Okkur finnst það nánast fáránlegt að geta horft á villidýr Afríku úr sundlaug flugvallarhótels. Áhöfn Air Atlanta ásamt Stöðvar 2-mönnum í safarí-ferðinni. Frá vinstri: Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, Þorsteinn Steindórsson flugmaður, Ásrún Jóhannesdóttir, aðgerðastjóri á flugrekstrarsviði, Telma Rut Frímannsdóttir flugmaður, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson fréttamaður.Stöð 2 Við Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður sláumst í för með áhöfninni í safari-ferð inn í þjóðgarðinn. Á aðeins þremur klukkustundum sjáum við nánast alla fánu helstu dýra Afríku. Hér eru vísundar og gnýir, antilópur, apar og framandi fuglategundir, meira að segja strútar. Við komumst í návígi við gíraffa og nashyrninga og sjáum flóðhesta. Vísundur í vegkantinum. Það er sennilega ekki þægilegt að láta þennan stanga sig.kmu En hápunkturinn eru ljónin, sem komin eru í veiðihug og farin að huga að næstu máltíð. Þau eru búin sjá að hjörð gnýja og brátt sjáum við þau ráðast til atlögu að einu dýranna. Bílstjórinn okkar gerist svo djarfur að aka alveg upp að og þar sjáum við ljónið úr örfárra metra fjarlægð murka lífið úr dýrinu. Horft á ljónið úr nokkurra metra fjarlægð. Það bítur dýrið á hálsinn og lokar þannig fyrir öndunarveg þess.Egill Aðalsteinsson En sömu ljón sjá hjörð vísunda nálgast. Þau eru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur ráðast á einn, og ná fljótlega að snúa hann niður og drepa. Þau voru samt ekki búin að drepa hitt dýrið en annað ljónið snýr sér svo aftur að því verki. Atlanta-áhöfnin sér þarna á fáum mínútum ljónin ráðast á og drepa tvö dýr. Ljónin ráðast á gný og snúa hann niður. Fjær sést í byggðina í Nairobi. Gnýr er af tegund antilópa og kallast wildebeest á ensku.Egill Aðalsteinsson „Tignarleg sjón þarna, að sjá ljónin vera á veiðum. Þetta var nú bara rétt handan við hornið á hótelinu. Við sáum nú bara inn í þennan þjóðgarð af ræktinni á hótelinu,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi,“ sagði Telma Rut. „Ég hef bara aldrei séð áður ljón svona í skóginum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Róbert. Styttri tveggja mínútna útgáfa af árásum ljónanna, sem sýnd var í fréttum Stöðvar 2, er hér: Fimmti þáttur Flugþjóðarinnar, um Afríkuhring Atlanta-þotunnar, verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag 6. október, klukkan 16:55. Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar annaðkvöld, mánudagskvöld 7. október, nefnist Fólkið í fluginu og er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:15. Þá rýnum við í flugáhugann á Íslandi, hittum fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Air Atlanta Fréttir af flugi Kenía Suður-Afríka Dýr Boeing Ferðalög Tengdar fréttir Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11