Úmbarassa-sa Sævar Helgi Lárusson skrifar 7. október 2024 08:33 Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Samgöngur Vegagerð Veður Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun