Nágrannar óskast! Embla Vigfúsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun