Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 10:30 Bifreiðin var illa farin en lítil aflögun varð í farþegarýminu. RNSA Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins. Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins.
Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira