Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 14:16 Vladírmír Pútín (f.m.) í sjónvarpssal á ríkissjónvarpsstöð þegar allt lék þar í lyndi. Vísir/EPA Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín. Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín.
Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira