„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 20:03 Viktor Bout, situr á þingi í Rússlandi en hann stundaði á árum áður umfangsmikla vopnasölu um heiminn allan. Getty/Boris Alekseev Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“ Rússland Jemen Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“
Rússland Jemen Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira