Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2024 20:30 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Bjarni Einarsson Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að kaupsamningur þáverandi borgarstjóra og fjármálaráðherra árið 2013, flokkssystkinanna Dags B. Eggertssonar og Katrínar Júlíusdóttur, var forsenda þess að borgin gat skipulagt landið undir húsbyggingar. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Meira en tvö ár eru frá því borgin hóf að úthluta lóðum á þessu umdeilda svæði. En það er fyrst núna, með nýjum innviðaráðherra, sem Isavia fær skipun um að færa flugvallargirðinguna svo borgin geti byrjað að byggja. Alþingismaðurinn og flugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson bregst hart við. „Fyrir mér eru þetta bara árásir á flugvöllinn og þessar árásir hafa staðið lengi yfir,“ segir Njáll Trausti, sem er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, formaður fjárlaganefndar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Og það er bara komið að þeirri ögurstundu núna, nákvæmlega þegar skipunin er komin núna frá innviðaráðuneytinu, frá ráðherra þess málaflokks, að fjarlægja þessa girðingu, þá sé komið að þessum vendipunkti þar sem menn þurfa að bregðast við pólitískt,“ segir þingmaðurinn. Skipulagsuppdráttur að Nýja-Skerjafirði, en svo nefnist hverfið sem borgin hyggst byggja á núverandi landi flugvallarins.Reykjavíkurborg Fyrirmæli Svandísar um afhendingu Skerjafjarðarlandsins komu í aðdraganda þess að hún og Einar Þorsteinsson borgarstjóri fylgdu skýrslu um Hvassahraun úr hlaði með þeim orðum að flugvöllur þar mætti skoðast betur. Njáll Trausti túlkar þá skýrslu með öðrum hætti. „Hvassahraunsskýrslan er raunverulega bara dómur um það að það er enginn að fara að byggja eða leggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta er besti kosturinn sem við höfum í stöðunni núna hér á suðvesturhorninu,“ segir Njáll Trausti og á þar við Reykjavíkurflugvöll. „Við þurfum tvo flugvelli. Það er öllum ljóst. Þetta er innanlandsflugið, sjúkraflugið og varaflugvallakerfið. Við þurfum að eiga plássið.“ Og telur nýjar húsbyggingar skerða rekstraröryggi vallarins. Útlitsmynd af fyrirhuguðum byggingum í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg „Það er verið að byggja hús bara algerlega upp að flugbrautunum. Og það er þekkt og hefur verið mikil umræða á síðustu árum og atvinnuflugmenn hafa bent á í löngu máli.“ -Svandísi tókst að stöðva hvalveiðarnar þrátt fyrir ykkar mótmæli. Þið breyttuð engu. Munu þið breyta nokkru hér? „Það ætla ég svo sannarlega að vona. Þetta hérna er raunverulega miklu alvarlegra mál heldur en hvalveiðimálið. Og það má ekki gerast fyrir okkar samfélag að þetta rugl nái í gegn; að þessi girðing verði færð og farið í byggingar þarna upp við brautirnar. Þetta er lykilöryggisinnviður í þessu landi, grunninnviður samfélags, og hann á að verja með fullum hnefa,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra Orra Eiríksson, verkfræðing og flugstjóra, fulltrúa öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, lýsa afstöðu sinni í fyrra til áforma um húsbyggingar á svæðinu: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Sjúkraflutningar Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að kaupsamningur þáverandi borgarstjóra og fjármálaráðherra árið 2013, flokkssystkinanna Dags B. Eggertssonar og Katrínar Júlíusdóttur, var forsenda þess að borgin gat skipulagt landið undir húsbyggingar. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Meira en tvö ár eru frá því borgin hóf að úthluta lóðum á þessu umdeilda svæði. En það er fyrst núna, með nýjum innviðaráðherra, sem Isavia fær skipun um að færa flugvallargirðinguna svo borgin geti byrjað að byggja. Alþingismaðurinn og flugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson bregst hart við. „Fyrir mér eru þetta bara árásir á flugvöllinn og þessar árásir hafa staðið lengi yfir,“ segir Njáll Trausti, sem er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, formaður fjárlaganefndar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Og það er bara komið að þeirri ögurstundu núna, nákvæmlega þegar skipunin er komin núna frá innviðaráðuneytinu, frá ráðherra þess málaflokks, að fjarlægja þessa girðingu, þá sé komið að þessum vendipunkti þar sem menn þurfa að bregðast við pólitískt,“ segir þingmaðurinn. Skipulagsuppdráttur að Nýja-Skerjafirði, en svo nefnist hverfið sem borgin hyggst byggja á núverandi landi flugvallarins.Reykjavíkurborg Fyrirmæli Svandísar um afhendingu Skerjafjarðarlandsins komu í aðdraganda þess að hún og Einar Þorsteinsson borgarstjóri fylgdu skýrslu um Hvassahraun úr hlaði með þeim orðum að flugvöllur þar mætti skoðast betur. Njáll Trausti túlkar þá skýrslu með öðrum hætti. „Hvassahraunsskýrslan er raunverulega bara dómur um það að það er enginn að fara að byggja eða leggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta er besti kosturinn sem við höfum í stöðunni núna hér á suðvesturhorninu,“ segir Njáll Trausti og á þar við Reykjavíkurflugvöll. „Við þurfum tvo flugvelli. Það er öllum ljóst. Þetta er innanlandsflugið, sjúkraflugið og varaflugvallakerfið. Við þurfum að eiga plássið.“ Og telur nýjar húsbyggingar skerða rekstraröryggi vallarins. Útlitsmynd af fyrirhuguðum byggingum í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg „Það er verið að byggja hús bara algerlega upp að flugbrautunum. Og það er þekkt og hefur verið mikil umræða á síðustu árum og atvinnuflugmenn hafa bent á í löngu máli.“ -Svandísi tókst að stöðva hvalveiðarnar þrátt fyrir ykkar mótmæli. Þið breyttuð engu. Munu þið breyta nokkru hér? „Það ætla ég svo sannarlega að vona. Þetta hérna er raunverulega miklu alvarlegra mál heldur en hvalveiðimálið. Og það má ekki gerast fyrir okkar samfélag að þetta rugl nái í gegn; að þessi girðing verði færð og farið í byggingar þarna upp við brautirnar. Þetta er lykilöryggisinnviður í þessu landi, grunninnviður samfélags, og hann á að verja með fullum hnefa,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra Orra Eiríksson, verkfræðing og flugstjóra, fulltrúa öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, lýsa afstöðu sinni í fyrra til áforma um húsbyggingar á svæðinu:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Sjúkraflutningar Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22