Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar 8. október 2024 09:30 Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun