Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Málið varðar slys þar sem hjón á bifhjóli fórust á nýlögðum vegkafla og þrír bifhjólamenn til viðbótar slösuðust. Athuganir leiddu í ljós að malbikið var flughált og stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar.
Héraðssaksóknari mun nú taka málið upp að nýju. Fram kemur í niðurstöðu ríkissaksóknara að við rannsókn málsins hafi ekki verið aflað nægilegra gagna til að unnt sé að taka afstöðu til þess hvort þeir sem komu að framleiðslu malbiksins, framkvæmd malbikunar og sinntu eftirliti með framkvæmdinni hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi.
Haft er eftir Ómari R. Valdimarssyni, lögmanni dóttur mannsins sem lést í slysinu, að henni sé mjög létt.