Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 12:39 Drengur með hund býr sig undir að yfirgefa heimili sitt í Port Richey í Flórída vegna fellibyljarins Miltons. Á hlera fyrir glugga er letrað „Burt með þig, Milton“. AP/Mike Carlson Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar. Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira