Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Siggeir Ævarsson skrifar 8. október 2024 19:31 Alexis Morris lék á alls oddi í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Grindavík vann 67-61 sigur í kvöld þegar liðið tók á móti Val í annarri umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Það var sannarlega haust í lofti í Smáranum í kvöld og haustbragurinn frægi sveif yfir vötnum. Slök skotnýtning, tapaðir boltar og óteljandi skrefadómar settu mark sitt á þennan leik en að lokum voru það þó Grindvíkingar sem kreistu sigurinn fram í leik sem fer seint í sögubækurnar fyrir áferðarfallegan körfubolta. Heimakonur í Grindavík fóru betur af stað í upphafi en Valskonum gekk afleitlega að koma sínum skotum ofan í, voru 5/21 eftir fyrsta leikhluta. Þær rifu sóknarfráköst niður í bunkum, þau voru á tímabili fleiri en varnarfráköstin en ofan í vildi boltinn takmarkað og Grindavík leiddi 21-13 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Hulda Björk fyrirliði Grindavíkur sækir á körfunaVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa sett alls núll þrista í fyrsta leikhluta komu þrír í röð frá Val og munurinn allt í einu kominn niður í þrjú stig, 29-26. Sóknarleikur Grindvíkinga fór algjörlega í baklás í leikhlutanum en þær náðu sér þó aðeins á strik í blálokin, staðan 34-29 í hálfleik og leikurinn galopinn. Heimakonur komust aftur í bílstjórasætið í þriðja leikhluta en náðu þó ekki að slíta sig almennilega frá Valskonum. Staðan 52-43 fyrir lokaátökin og þrír þristar í röð frá Val til að opna leikhlutann þýddu að jafnt var á öllum tölum og naglbítur framundan. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti tvo þrista í kvöld en þar með eru stigin hennar upptalinVísir/Pawel Cieslikiewicz Grindvíkingar náðu aftur upp forskoti en misstu það jafn harðan niður aftur. Það var ekki fyrr en í blálokin sem þær sigldu sigrinum heim og var það ekki síst magnaðri frammistöðu Alexis Morris að þakka. Atvik leiksins Í fremur tilþrifalitlum leik þá er eitt atvik sem stendur kyrfilega upp úr. Í stöðunni 58-56 var skotklukkan að renna frá Grindvíkingum og Alexis Morris var undir mikilli pressu, nánast búin að tapa boltanum út við miðlínu þar sem hún neyddist til að henda boltanum á loft. Boltinn small í spjaldið og ofan í og úrslit leiksins virtust þá vera nokkurn veginn skrifuð í skýin. Alexis Morris virðist ætla að verða happafengur fyrir GrindvíkingaVísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins var Alexis Morris, leikmaður Grindavíkur. 23 stig frá henni, sex fráköst, fjórar stoðsendingar og fjórir stolnir boltar. Grindvíkingar gátu alltaf leitað til hennar þegar þeir þurftu körfu og hún virðist nánast aldrei klikka þegar hún fer í skotið frá vítalínunni. Þá var Katarzyna Trzeciak einnig traust í kvöld. Skilaði 18 stigum í hús og bætti við fjórum stoðsendingum. Katarzyna Anna Trzeciak átti fanta góðan leik í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Hjá Val bar Ásta Júlía Grímsdóttir höfuð og herðar yfir aðra leikmenn með 17 stig og níu fráköst. Alyssa Marie Cerino náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni frá síðasta leik og heilt yfir var sóknarleikur Vals alls ekki til útflutnings að þessu sinni. Ásta Júlía fór fyrir sóknarleik Vals í kvöldVísir/Vilhelm Alyssa Marie Cerino náði ekki að fylgja eftir frammistöðunni í síðasta leik, en hún setti aðeins 3 skot af 16 í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson og Ingi Björn Jónsson. Þeir dæmdu ákaflega oft skref í kvöld og gáfu enga sénsa á þeim bænum. Þar fyrir utan er ekkert út á þeirra störf að setja. Glatt á hjalla hjá dómaratríó kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Stemming og umgjörð Ekki alveg sama ris yfir stemmingunni í Smáranum í kvöld í fyrsta heimaleik hjá kvennaliði Grindavíkur samanborið við leikinn hjá karlaliðinu á föstudagskvöldið. Það rættist þó aðeins úr mætingunni þegar nær dró leik en haustbragur leiksins smitaði sannarlega út frá sér í stúkuna í kvöld. Viðtöl Jamil: „Þetta er langhlaup“ "Hand down, man down" - er Jamil Abiad, þjálfari Vals, sennilega að segja hérVísir/Pawel Cieslikiewicz Jamil Abiad, þjálfari Vals, var svekktur með tapið eftir að hafa náð að knýja fram jafnan leik í lokin en engu að síður ánægður með baráttuna í sínu liði. „Við spiluðum frábæra vörn og jöfnuðum þetta í 62-62 en Morris setti ótrúlegt skot frá miðju. Það var algjör rýtingur. En ég er stoltur af stelpunum mínum, þær börðust allt til enda. Við erum að vaxa og þroskast sem lið og margt sem við þurfum að vinna í. Þetta er langhlaup. Tímabilið er langt og ég hef ekki miklar áhyggjur. Stelpurnar lögðu sig allar fram og ég get ekki beðið um meira.“ Það hefur vakið nokkra athygli að bandarískur leikmaður Vals, Jutoreyia Willis, hefur byrjað fyrstu tvo leiki liðsins á bekknum. Blaðamaður spurði Jamil hvort hún væri mögulega að glíma við meiðsli en hann sagði svo ekki vera. „Ekki meidd nei. Við þurfum á orkunni hennar að halda af bekknum og hún átti öfluga innkomu í dag. Þetta var alfarið taktísk ákvörðun af minni hálfu. Hún er stálslegin.“ Jutoreyia Tyelle Willis skilaði 15 stigum af bekknum. Spurning hvort hún fái traustið til að byrja næsta leik.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valskonur rifu niður fjölmörg sóknarfráköst í kvöld og Jamil sagði baráttuna um lausa bolta eiga að vera hluti af karakter liðsins. „Við viljum tryggja að við séum inni í öllum leikjum og hluti af því er að ráðast á alla 50/50 bolta. Í dag voru skotin ekki að detta, við fengum nóg af færum og klikkuðum úr hrúgu af sniðskotum. En stundum þróast leikurinn þannig. Við komum okkur í færi til að klára þennan en þetta féll ekki með okkur í lokin. Nú förum við aftur í æfingasalinn og vinnum okkur þaðan.“ „Ég er spenntur fyrir framhaldinu og sjá hvað býr í liðinu. Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Við eigum nóg inni og ég hlakka til að sjá hvernig þetta þróast.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Valur
Grindavík vann 67-61 sigur í kvöld þegar liðið tók á móti Val í annarri umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Það var sannarlega haust í lofti í Smáranum í kvöld og haustbragurinn frægi sveif yfir vötnum. Slök skotnýtning, tapaðir boltar og óteljandi skrefadómar settu mark sitt á þennan leik en að lokum voru það þó Grindvíkingar sem kreistu sigurinn fram í leik sem fer seint í sögubækurnar fyrir áferðarfallegan körfubolta. Heimakonur í Grindavík fóru betur af stað í upphafi en Valskonum gekk afleitlega að koma sínum skotum ofan í, voru 5/21 eftir fyrsta leikhluta. Þær rifu sóknarfráköst niður í bunkum, þau voru á tímabili fleiri en varnarfráköstin en ofan í vildi boltinn takmarkað og Grindavík leiddi 21-13 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Hulda Björk fyrirliði Grindavíkur sækir á körfunaVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa sett alls núll þrista í fyrsta leikhluta komu þrír í röð frá Val og munurinn allt í einu kominn niður í þrjú stig, 29-26. Sóknarleikur Grindvíkinga fór algjörlega í baklás í leikhlutanum en þær náðu sér þó aðeins á strik í blálokin, staðan 34-29 í hálfleik og leikurinn galopinn. Heimakonur komust aftur í bílstjórasætið í þriðja leikhluta en náðu þó ekki að slíta sig almennilega frá Valskonum. Staðan 52-43 fyrir lokaátökin og þrír þristar í röð frá Val til að opna leikhlutann þýddu að jafnt var á öllum tölum og naglbítur framundan. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti tvo þrista í kvöld en þar með eru stigin hennar upptalinVísir/Pawel Cieslikiewicz Grindvíkingar náðu aftur upp forskoti en misstu það jafn harðan niður aftur. Það var ekki fyrr en í blálokin sem þær sigldu sigrinum heim og var það ekki síst magnaðri frammistöðu Alexis Morris að þakka. Atvik leiksins Í fremur tilþrifalitlum leik þá er eitt atvik sem stendur kyrfilega upp úr. Í stöðunni 58-56 var skotklukkan að renna frá Grindvíkingum og Alexis Morris var undir mikilli pressu, nánast búin að tapa boltanum út við miðlínu þar sem hún neyddist til að henda boltanum á loft. Boltinn small í spjaldið og ofan í og úrslit leiksins virtust þá vera nokkurn veginn skrifuð í skýin. Alexis Morris virðist ætla að verða happafengur fyrir GrindvíkingaVísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins var Alexis Morris, leikmaður Grindavíkur. 23 stig frá henni, sex fráköst, fjórar stoðsendingar og fjórir stolnir boltar. Grindvíkingar gátu alltaf leitað til hennar þegar þeir þurftu körfu og hún virðist nánast aldrei klikka þegar hún fer í skotið frá vítalínunni. Þá var Katarzyna Trzeciak einnig traust í kvöld. Skilaði 18 stigum í hús og bætti við fjórum stoðsendingum. Katarzyna Anna Trzeciak átti fanta góðan leik í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Hjá Val bar Ásta Júlía Grímsdóttir höfuð og herðar yfir aðra leikmenn með 17 stig og níu fráköst. Alyssa Marie Cerino náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni frá síðasta leik og heilt yfir var sóknarleikur Vals alls ekki til útflutnings að þessu sinni. Ásta Júlía fór fyrir sóknarleik Vals í kvöldVísir/Vilhelm Alyssa Marie Cerino náði ekki að fylgja eftir frammistöðunni í síðasta leik, en hún setti aðeins 3 skot af 16 í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson og Ingi Björn Jónsson. Þeir dæmdu ákaflega oft skref í kvöld og gáfu enga sénsa á þeim bænum. Þar fyrir utan er ekkert út á þeirra störf að setja. Glatt á hjalla hjá dómaratríó kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Stemming og umgjörð Ekki alveg sama ris yfir stemmingunni í Smáranum í kvöld í fyrsta heimaleik hjá kvennaliði Grindavíkur samanborið við leikinn hjá karlaliðinu á föstudagskvöldið. Það rættist þó aðeins úr mætingunni þegar nær dró leik en haustbragur leiksins smitaði sannarlega út frá sér í stúkuna í kvöld. Viðtöl Jamil: „Þetta er langhlaup“ "Hand down, man down" - er Jamil Abiad, þjálfari Vals, sennilega að segja hérVísir/Pawel Cieslikiewicz Jamil Abiad, þjálfari Vals, var svekktur með tapið eftir að hafa náð að knýja fram jafnan leik í lokin en engu að síður ánægður með baráttuna í sínu liði. „Við spiluðum frábæra vörn og jöfnuðum þetta í 62-62 en Morris setti ótrúlegt skot frá miðju. Það var algjör rýtingur. En ég er stoltur af stelpunum mínum, þær börðust allt til enda. Við erum að vaxa og þroskast sem lið og margt sem við þurfum að vinna í. Þetta er langhlaup. Tímabilið er langt og ég hef ekki miklar áhyggjur. Stelpurnar lögðu sig allar fram og ég get ekki beðið um meira.“ Það hefur vakið nokkra athygli að bandarískur leikmaður Vals, Jutoreyia Willis, hefur byrjað fyrstu tvo leiki liðsins á bekknum. Blaðamaður spurði Jamil hvort hún væri mögulega að glíma við meiðsli en hann sagði svo ekki vera. „Ekki meidd nei. Við þurfum á orkunni hennar að halda af bekknum og hún átti öfluga innkomu í dag. Þetta var alfarið taktísk ákvörðun af minni hálfu. Hún er stálslegin.“ Jutoreyia Tyelle Willis skilaði 15 stigum af bekknum. Spurning hvort hún fái traustið til að byrja næsta leik.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valskonur rifu niður fjölmörg sóknarfráköst í kvöld og Jamil sagði baráttuna um lausa bolta eiga að vera hluti af karakter liðsins. „Við viljum tryggja að við séum inni í öllum leikjum og hluti af því er að ráðast á alla 50/50 bolta. Í dag voru skotin ekki að detta, við fengum nóg af færum og klikkuðum úr hrúgu af sniðskotum. En stundum þróast leikurinn þannig. Við komum okkur í færi til að klára þennan en þetta féll ekki með okkur í lokin. Nú förum við aftur í æfingasalinn og vinnum okkur þaðan.“ „Ég er spenntur fyrir framhaldinu og sjá hvað býr í liðinu. Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Við eigum nóg inni og ég hlakka til að sjá hvernig þetta þróast.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti