Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 15:10 Trump tekur í hönd Pútín á alræmdum fundi þeirra í Helsinki árið 2018. Á sameiginlegum blaðamannafundi sagðist Trump taka orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustunnar. Vísir/EPA Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira