Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 15:59 Jóhann Páll hefur lítið álit á samstarfi ríkisstjórnarinnar. vísir Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira