Körfubolti

„Fyrir mig er mikil­vægt að liðið geri það sem við biðjum um“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Israel Martin er ánægður með að vera mættur aftur á Sauðárkrók.
Israel Martin er ánægður með að vera mættur aftur á Sauðárkrók. vísir / hanna

Israel Martin, þjálfari Tindastóls var kampa kátur eftir fyrsta sigur sinna kvenna í efstu deild. 103-77 varð niðurstaðan í kvöld gegn Stjörnunni.

„Fyrst og fremst vil ég byrja að óska stelpunum til hamingju með leikinn, allir lögðu sitt af mörkum í dag, það var mikill ákefð í öllum leikmönnum, einnig vil ég hrósa sjúkraþjálfurunum okkar og stjórninni að hafa trú á þessu verkefni. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls í efstu deild, allar stelpu lögðu mikla vinnu í þetta í dag, ég er mjög ánægður með sigurinn.“

Lið Tindastóls tapaði stórt í fyrsta leik og var Isreal Martin ánægður með hvernig leikmenn svöruðu í dag

„Við vinnum alla leikhluta, það er mjög mikilvægt, fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um, við undirbúum liðið og ég sé að stelpurnar taka tilsögninni vel, okkar vantar leikmenn til að spila 5 á móti 5 á æfingum og við erum að spila í annað sinn 5 á móti 5 síðan á undirbúningstímabilinu. Eins og ég segi mjög gott, við trúðum á undirbúninginn okkar og stelpurnar stóðu sig vel.“

Isreal Martin var mjög ánægður að vera kominn aftur á Sauðárkrók, að hafa Hlyn Frey Einarsson með sér í þjálfarateyminu þykir honum frábært og einnig sagðist hann hafa saknað andrúmsloftsins í Síkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×