Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson birti myndir af leikmönnum úr Bónus-deild karla sem fæstir þekkja, að minnsta kosti í dag. Tómas og Jakob reyndu svo að rýna í andlit þeirra og nöfn, og komast að niðurstöðu um með hvaða liði hver þeirra spilar.
„Mér finnst hann vera svolítið Stjörnulegur“, „Þetta er mjög sterkt nafn í Grindavík“ og „Þetta er eitthvað biblíudæmi“, eru nokkur dæmi um rökstuðning þeirra félaga þegar þeir giskuðu á lið hvers leikmanns, eins og sjá má í skemmtilegu myndbandi hér að neðan.
Körfuboltakvöld Extra er á dagskrá Stöðvar 2 Sport á þriðjudagskvöldum, þar sem kannaðar eru nýjar hliðar á Bónus-deild karla og oftast á laufléttum nótum.