Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason skrifar 10. október 2024 07:01 Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar