Hættið að hæða lýðræðið - Slítið stjórnarsamstarfinu! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. október 2024 18:02 Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun