Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 21:16 Tinna Guðrún var góð í liði Hauka í kvöld. Vísir/Anton Brink Haukar og Aþena áttust við í Bónus-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Reynslumikið lið Hauka hafði þar betur gegn nýliðum Aþenu og vann fimmtán stiga sigur. Bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð deildarinnar, Aþena gegn Tindastóli og Haukar gegn Hamar/Þór. Haukar hafa á að skipa sterku liði en Aþena eru nýliðar í deildinni og á sínu fyrsta tímabili frá upphafi í efstu deild. Í upphafi leiks í kvöld virtust Haukar ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Þær leiddu 25-11 að honum loknum og náðu mest sautjá stiga forskoti. Aþena saxaði aðeins á forskotið í öðrum leikhluta en Haukar voru ennþá með frumkvæðið þegar honum lauk og áfram inn í þann þriðja. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-51 heimakonum í Haukum í vil en í þeim fjórða kom áhlaup Aþenu. Þær skoruðu fyrstu þrettán stig leikhlutans og komust í forystu. Í stöðunni 69-66 Aþenu í vil var hins vegar komið að áhlaupi frá Haukum sem skoruðu næstu tólf stig og voru níu stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Aþenu að brúa. Sigur Hauka var að endingu nokkuð þægilegur, lokatölur 91-76. Undir lok leiksins átti sér stað óhugnalegt atvik þegar Ajulu Thatha leikmaður Aþenu fékk högg á höfuðið og varð að fara af velli. Hún var studd af velli en skömmu síðar var kallað eftir lækni og huga þurfti að Thatha í lengri tíma fyrir aftan varamannabekk Aþenu. Hún var að lokum flutt burt af sjúkraflutningamönnum og við lófaklapp áhorfenda í Ólafssal. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Lore Davos skoraði 21 stig og Diamond Battles 15. Í liði Aþenu skoraði áðurnefnt Thatha 21 stig og Dzana Crnac 17 en Aþena var aðeins með sjö leikmenn á leikskýrslu í leiknum. Bónus-deild kvenna Haukar Aþena Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð deildarinnar, Aþena gegn Tindastóli og Haukar gegn Hamar/Þór. Haukar hafa á að skipa sterku liði en Aþena eru nýliðar í deildinni og á sínu fyrsta tímabili frá upphafi í efstu deild. Í upphafi leiks í kvöld virtust Haukar ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Þær leiddu 25-11 að honum loknum og náðu mest sautjá stiga forskoti. Aþena saxaði aðeins á forskotið í öðrum leikhluta en Haukar voru ennþá með frumkvæðið þegar honum lauk og áfram inn í þann þriðja. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-51 heimakonum í Haukum í vil en í þeim fjórða kom áhlaup Aþenu. Þær skoruðu fyrstu þrettán stig leikhlutans og komust í forystu. Í stöðunni 69-66 Aþenu í vil var hins vegar komið að áhlaupi frá Haukum sem skoruðu næstu tólf stig og voru níu stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Aþenu að brúa. Sigur Hauka var að endingu nokkuð þægilegur, lokatölur 91-76. Undir lok leiksins átti sér stað óhugnalegt atvik þegar Ajulu Thatha leikmaður Aþenu fékk högg á höfuðið og varð að fara af velli. Hún var studd af velli en skömmu síðar var kallað eftir lækni og huga þurfti að Thatha í lengri tíma fyrir aftan varamannabekk Aþenu. Hún var að lokum flutt burt af sjúkraflutningamönnum og við lófaklapp áhorfenda í Ólafssal. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Lore Davos skoraði 21 stig og Diamond Battles 15. Í liði Aþenu skoraði áðurnefnt Thatha 21 stig og Dzana Crnac 17 en Aþena var aðeins með sjö leikmenn á leikskýrslu í leiknum.
Bónus-deild kvenna Haukar Aþena Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik