Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 14:02 Albert Guðmundsson hefur farið vel af stað með sínu nýja liði Fiorentina og hann skoraði sigurmark gegn AC Milan um síðustu helgi. Getty/Giuseppe Maffia Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Honum er létt eftir erfitt ár, og kveðst afar þakklátur fjölskyldu og vinum. „Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert. Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira
„Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert.
Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira