Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. október 2024 08:32 Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögreglan Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun