Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar 11. október 2024 15:01 Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun