Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:31 Skoðun fer til dæmis fram í þessu herbergi á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Anne María Steinþórsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir ljóst að misbrestur hafi orðið á þjónustu neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í júní síðasta sumar þegar kona leitaði þangað vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún segir það miður. Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“ Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“
Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira