Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2024 13:06 Kvenfélagskonurnar, sem taka þátt í fertugasta landsþingi Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Silla Páls „Valkyrjur milli fjalls og fjöru” er yfirskrift fertugasta landsþings Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Um 230 konur af öllu landinu taka þátt í þinginu. Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls Ísafjarðarbær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls
Ísafjarðarbær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira