Innlent

Út­kall vegna bílveltu í upp­sveitum Ár­nes­sýslu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út. vísir

Björgunarsveitir, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu þar sem einn slasaðist. 

Um er að ræða svokallaðan buggy-bíl sem valt nokkuð fjarri byggð. „Þetta er langleiðina inn á Kjöl,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi, en mbl.is greindi fyrst frá.

Jón Þór segir slysið tiltölulega nýskeð en að björgunarsveitir væru á leiðinni víða að af Suðurlandi. Þyrla frá Landhelgisgæslunni er sömuleiðis farin í loftið.

Jón Þór gat ekki gefið upplýsingar um alvarleika slyssins að svo stöddu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×