Nýja skipið mun betra Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 09:43 Nýja björgunarskipið Björg á siglingu. Landsbjörg Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira