Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2024 21:23 Harris hefur hvorki greinst með hjartasjúkdóm né krabbamein. AP/Ross D. Franklin Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira