Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 10:00 Frá minningarathöfn um Viktoriiu Roshchynu í miðborg Kænugarðs á föstudag. Hún var aðeins 27 ára þegar hún lést í rússnesku fangelsi. Vísir/EPA Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent