Svandís safnar sjálfboðaliðum: „Ég bið ykkur um aðstoð” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 20:24 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Stöð 2/Bjarni Svandís Svavarsdóttir formaður VG hefur sent ákall til flokksmanna um að nú sé kosningabaráttan hafin og hvetur öll sem hönd geti lagt á plóg til að skrá sig sem sjálfboðaliða. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er til félaga í flokknum nú rétt fyrir átta í kvöld. „Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði! Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
„Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði!
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira