Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 09:02 Pavel Ermolinskij þekkir Krókinn vel eftir að hafa þjálfað Tindastólsliðið og gert það að Íslandsmeisturum. Vísir/Diego Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli