Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2024 11:56 Sigurður Ingi Jóhansson formaður Framsóknarflokksins og Guðrún Johnsen deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Vísir Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira