Hagkerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hagvexti næstu ár Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2024 08:32 Una Jónsdóttir er aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1 prósent. Þetta sé mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hafi verið fimm til níu prósent árlega, en þeim mikla hagvexti hafi fylgt mikil og þrálát verðbólga. Hagspaín geri ráð fyrir öðrum og rólegri takti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en ný hagspá bankans, sem nær til ársins 2027, verður kynnt sérstaklega á fundi í Silfurbergi sem hefst núna klukkan 8:30. Í tilkynningunni segir að slaki hafi færst yfir hagkerfið sem nái andanum, verðbólga hjaðni duglega, vextir lækki og hagkerfið fari aftur hægt og rólega af stað með um tveggja prósenta hagvexti árlega næstu árin. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðingi Landsbankans, að spáin sé almennt nokkuð björt þrátt fyrir horfur á lítils háttar samdrætti á þessu ári. „Hagkerfið er að fara í gegnum tímabæra og nauðsynlega kólnun sem getur engu að síður reynst mörgum sársaukafull. Raunvextir eru háir og gætu enn hækkað. Það þýðir að aðhaldið gæti aukist sem þrengir að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Lækkunarferlið er aftur á móti hafið og við viljum meina að sigur í baráttunni við verðbólgu sé í augsýn. Það gæti þó tekið tíma að ná verðbólgu niður í verðbólgumarkmið og við sjáum það ekki endilega gerast á spátímanum, þó svo að verðbólgan muni lækka myndarlega,“ segir Una. Háð ýmiss konar óvissu Spáin er háð ýmiss konar óvissu. Má þar nefna ófrið víðs vegar í heiminum sem gæti haft áhrif á efnahag ýmissa viðskiptalanda Íslands og þar með á íslenskan efnahag. Þá gætu eldsumbrot á Reykjanesskaga ógnað innviðum á svæðinu. Helstu niðurstöður: Spáin gerir ráð fyrir 0,1% samdrætti í ár, en stöðugum hagvexti á bilinu 2,1-2,3% næstu þrjú árin eftir það. Verðbólga hjaðnar nokkuð á spátímanum. Hún mælist 5,8% í ár, gangi spáin eftir, en lækkar svo í 4% á næsta ári, 3,7% árið 2026 og loks 3,3% árið 2027. Við spáum hægfara vaxtalækkunum nær allt spátímabilið. Háir raunvextir, sérstaklega í upphafi spátímans, munu halda aftur af vexti einkaneyslu sem við spáum að aukist einungis um 0,6% í ár og svo um 1,5-2% á síðari árum spátímans. Í ár má reikna með því að hingað komi áþekkur fjöldi ferðamanna og í fyrra. Á næsta ári gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum, svipuðum fjölda og á metárinu 2018, og svo hægfara fjölgun eftir það. Útflutningsvöxtur næstu ára verður drifinn áfram af fjölbreyttum atvinnuvegum þar sem fiskeldi og lyfjaiðnaður eru meðal þeirra útflutningsgreina sem sækja í sig veðrið. Við gerum ráð fyrir að krónan styrkist smám saman út spátímann og að evran muni kosta 148 krónur í lok árs 2025, 147 í lok árs 2026 og 146 í lok árs 2027. Við spáum halla á viðskiptum við útlönd út spátímann, á bilinu 15 til 50 ma.kr. á ári. Síðasta vor náðust kjarasamningar á stórum hluta vinnumarkaðar þar sem kveðið er á um hóflegri launahækkanir en í síðustu samningum. Við gerum ráð fyrir 6,6% hækkun launa í ár, 6,1% á næsta ári, 5,5% árið 2026 og loks 5,7% árið 2027. Kaupmáttur launa mun því aukast öll árin. Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega á þessu ári eftir því sem hægir á eftirspurn og dregur úr spennu á vinnumarkaði. Þó spáum við fremur litlum sveiflum í ljósi hreyfanleika vinnuaflsins. Við spáum því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 3,6% á þessu ári, 3,5% á því næsta, 3,4% árið 2026 og 3,3% árið 2027. Við spáum því að fjármunamyndun aukist stöðugt á spátímanum, alls um 1,9% í ár og um tæp 3% næstu árin þar á eftir. Ýmis fjárfestingaráform eru uppi víða um land og gerum við ráð fyrir að þau komi smám saman til framkvæmda, sér í lagi þegar fjármögnunarskilyrði batna með lækkandi vöxtum. Þó nokkur kraftur hefur verið á íbúðamarkaði undanfarið og gerum við ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 9% í ár og svipað á næsta ári. Minni hækkanir verða svo 2026 og 2027, m.a. í takt við aukna íbúðafjárfestingu. Efnahagsmál Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en ný hagspá bankans, sem nær til ársins 2027, verður kynnt sérstaklega á fundi í Silfurbergi sem hefst núna klukkan 8:30. Í tilkynningunni segir að slaki hafi færst yfir hagkerfið sem nái andanum, verðbólga hjaðni duglega, vextir lækki og hagkerfið fari aftur hægt og rólega af stað með um tveggja prósenta hagvexti árlega næstu árin. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðingi Landsbankans, að spáin sé almennt nokkuð björt þrátt fyrir horfur á lítils háttar samdrætti á þessu ári. „Hagkerfið er að fara í gegnum tímabæra og nauðsynlega kólnun sem getur engu að síður reynst mörgum sársaukafull. Raunvextir eru háir og gætu enn hækkað. Það þýðir að aðhaldið gæti aukist sem þrengir að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Lækkunarferlið er aftur á móti hafið og við viljum meina að sigur í baráttunni við verðbólgu sé í augsýn. Það gæti þó tekið tíma að ná verðbólgu niður í verðbólgumarkmið og við sjáum það ekki endilega gerast á spátímanum, þó svo að verðbólgan muni lækka myndarlega,“ segir Una. Háð ýmiss konar óvissu Spáin er háð ýmiss konar óvissu. Má þar nefna ófrið víðs vegar í heiminum sem gæti haft áhrif á efnahag ýmissa viðskiptalanda Íslands og þar með á íslenskan efnahag. Þá gætu eldsumbrot á Reykjanesskaga ógnað innviðum á svæðinu. Helstu niðurstöður: Spáin gerir ráð fyrir 0,1% samdrætti í ár, en stöðugum hagvexti á bilinu 2,1-2,3% næstu þrjú árin eftir það. Verðbólga hjaðnar nokkuð á spátímanum. Hún mælist 5,8% í ár, gangi spáin eftir, en lækkar svo í 4% á næsta ári, 3,7% árið 2026 og loks 3,3% árið 2027. Við spáum hægfara vaxtalækkunum nær allt spátímabilið. Háir raunvextir, sérstaklega í upphafi spátímans, munu halda aftur af vexti einkaneyslu sem við spáum að aukist einungis um 0,6% í ár og svo um 1,5-2% á síðari árum spátímans. Í ár má reikna með því að hingað komi áþekkur fjöldi ferðamanna og í fyrra. Á næsta ári gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum, svipuðum fjölda og á metárinu 2018, og svo hægfara fjölgun eftir það. Útflutningsvöxtur næstu ára verður drifinn áfram af fjölbreyttum atvinnuvegum þar sem fiskeldi og lyfjaiðnaður eru meðal þeirra útflutningsgreina sem sækja í sig veðrið. Við gerum ráð fyrir að krónan styrkist smám saman út spátímann og að evran muni kosta 148 krónur í lok árs 2025, 147 í lok árs 2026 og 146 í lok árs 2027. Við spáum halla á viðskiptum við útlönd út spátímann, á bilinu 15 til 50 ma.kr. á ári. Síðasta vor náðust kjarasamningar á stórum hluta vinnumarkaðar þar sem kveðið er á um hóflegri launahækkanir en í síðustu samningum. Við gerum ráð fyrir 6,6% hækkun launa í ár, 6,1% á næsta ári, 5,5% árið 2026 og loks 5,7% árið 2027. Kaupmáttur launa mun því aukast öll árin. Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega á þessu ári eftir því sem hægir á eftirspurn og dregur úr spennu á vinnumarkaði. Þó spáum við fremur litlum sveiflum í ljósi hreyfanleika vinnuaflsins. Við spáum því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 3,6% á þessu ári, 3,5% á því næsta, 3,4% árið 2026 og 3,3% árið 2027. Við spáum því að fjármunamyndun aukist stöðugt á spátímanum, alls um 1,9% í ár og um tæp 3% næstu árin þar á eftir. Ýmis fjárfestingaráform eru uppi víða um land og gerum við ráð fyrir að þau komi smám saman til framkvæmda, sér í lagi þegar fjármögnunarskilyrði batna með lækkandi vöxtum. Þó nokkur kraftur hefur verið á íbúðamarkaði undanfarið og gerum við ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 9% í ár og svipað á næsta ári. Minni hækkanir verða svo 2026 og 2027, m.a. í takt við aukna íbúðafjárfestingu.
Efnahagsmál Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira