Fótbolti

Kristall Máni ekki meira með á þessu ári

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristall Máni var allt í öllu þegar Ísland pakkaði Danmörku saman.
Kristall Máni var allt í öllu þegar Ísland pakkaði Danmörku saman. Vísir/Anton Brink

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.

Frá þessu greindi Kristall Máni sjálfur á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag, mánudag. Þar segir:

„Því miður er ég frá út árið. Ég mun koma sterkari til baka.“

Kristall Máni hefur leikið 19 leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands og skorað í þeim 11 mörk. Þá hefur hann spilað sex A-landsleiki en á enn eftir að skora. Alls á hann að baki 55 leiki fyrir A- og yngri landslið Íslands.

Framherjinn getur þá ekki hjálpað liði sínu Sönderjyske fyrr en eftir jólafrí en liðið er nýliði í efstu deild Danmerkur. Situr liðið í næst neðsta sæti með átta stig að loknum 11 umferðum.

Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 15.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×