Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 19:25 Svandís Svavarsdóttir vill að Bjarni Benediktsson segi af sér sem forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira