Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. október 2024 08:02 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40
Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08
Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25